Sunday, January 19, 2014

Helgin í Oaxtepec, komuráðstefnan

Þetta hefur svo sannarlega verið viðburðarík og skemmtileg helgi. Algjör tilfinningarússíbani með blöndu af sárri heimþrá og einskærri hamingju, en allt í allt hef ég skemmt mér mjög vel og kynnst mikið af fólki.
Um helgina var semsagt komuráðstefna fyrir alla sjálfboðaliðana, líka þá mexicana sem eru að fara sem sjálfboðaliðar til annarra landa. Við erum sirka 50 manns með starfsfólki og gistum á nokkurs konar hóteli sem er eins og sumarbústaðahverfi. Ég deildi húsi með 5 stelpum og það var meira en nog pláss fyrir okkur allar.


Allar máltíðir snæddum við á veitingastað rétt hjá. Starfsfólkið þar stjanaði við okkur og maturinn var næstum alltaf étanlegur. Annars er mexikanskur matur bara mun bragðbetri en mig hefði grunað. Samt ekki þannig að mamma geti borðað hann, hann er aðeins of sterkur til þess. Kom mér á óvart hvað margir mexikanar segjast ekki vilja sterkan mat. Það fer í magann á þeim, segja þeir. Lol.

Hér er eldað. Fékk tvisvar kjúkling og engin salmonella 👍

Þetta er týpisk mexikönsk súpa. Pasta i tómatvatni.

Fullt af fólki að borða saman, gleði gleði :)

Á ráðstefnunni höfum við fengið mikið af nauðsynlegum upplýsingum um menninguna, verkefnin, hvernig á að ferðast um, hvað má og má ekki o.s.frv. Siijuve teymið, en það heita samtökin hér í Mexico, hefur skipulagt helgina mjög vel svo það er alltaf nóg að gera hjá okkur. Við nýliðarnir vorum látin mála á boli, að framan áttum við að mála okkur sjálf eins og við sjáum okkur núna, og að aftan það sem við búumst við að fá útúr þessari reynslu. Ég málaði sjálfa mig mjög litla framan á bolinn, því þannig líður mér núna. Pínulítil í risastórri borg.


En að aftan málaði ég mig stærri, og með meira fólk í kringum mig. Eftir einhvern tíma mun mér líða betur og ég verð öruggari í þessu skrýtna en spennandi landi.


Strákur frá Skotlandi hló að mér og sagði að það liti út eins og mínar væntingar til þessa 6 mánaða væru að eignast 6 litla mexikanska krakka.

Með þetta herlið í kringum mig þarf ég ekki að hafa miklar áhyggjur.


Í þessum skrifuðu orðum sit ég úti í sólinni, í burtu frá öllum hinum, að horfa á risastórt hvítt fiðrildi sem er að flögra í kringum mig. Það er svo mikið meira sem mig langar að segja frá, en ef ég hætti ekki núna og fer til baka munu þau sennilega skilja mig eftir. 

Æj nei annars, held eg fari bara í sund :) 

1 comment:

  1. Skemmtilegt að lesa skrifin þín! Sérstaklega gaman að túlkuninni á líðan þinni með teikningunni á bolnum og ég sá þig fyrir mér dást að fiðrildinu :) Haltu áfram að drekka í þig fegurðina og njóttu!
    Love,
    Mamma

    ReplyDelete